Meiri áhyggjur af yfirstandandi glímu

Steingrímur J. Sigfússon og Elvira Méndez, doktor í Evrópurétti, voru …
Steingrímur J. Sigfússon og Elvira Méndez, doktor í Evrópurétti, voru meðal annarra á pallborði á borgarafundinum. mbl.is/Eggert

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, seg­ist hafa meiri áhyggj­ur af glím­unni, sem nú stend­ur yfir við end­ur­reisn ís­lensks at­vinnu- og efna­hags­lífs en Ices­a­ve-skuld­bind­ing­un­um.   

„Ég tel, að því skjóli sem við verðum í fyr­ir þessu máli (Ices­a­ve) í sjö ár, þá verði glím­an við erfiðleik­ana á næstu miss­er­um miklu af­drifa­rík­ari fyr­ir Ísland," sagði Stein­grím­ur við mbl.is. Hann sagði á borg­ar­a­fundi í Iðnó í kvöld, að aðrir nær­tæk­ari hlut­ir en Ices­a­ve-skuld­bind­ing­arn­ar gætu orðið Íslend­ing­um hættu­leg­ir. Á fund­in­um var sam­komilagið um Ices­a­ve hins veg­ar gagn­rýnt harðlega og nán­ast all­ir sem tóku þar til máls hvöttu til þess, að fellt yrði á Alþingi að veita rík­is­ábyrgð fyr­ir skuld­bind­ing­un­um. 

„Hvernig okk­ur tekst til við end­ur­reisn at­vinnu­lífs­ins og við úr­lausn skulda­vanda heim­ili og fyr­ir­tækja, hvernig við ráðum við þær þungu af­borg­an­ir, sem eru að falla á okk­ur á allra næstu árum vegna stórra er­lendra lána, sem voru tek­in á umliðnum árum og við mun­um þurfa að end­ur­fjármagna. Hvernig okk­ur tekst að ræsa  banka­kerfið, leysa úr gjald­eyr­is­vand­an­um og jökla­bréf­un­um. Þetta eru mál sem ég hef í fullri hrein­skilni sagt meiri áhyggj­ur af en Ices­a­ve-mál­inu," sagði Stein­grím­ur. 

Hann sagði að ef Íslend­ing­um gangi vel við end­ur­reisn efna­hags­lífs­ins og þeir fái þessi sjö ár til að koma sér á fæt­urna þá hefði hann fulla trú á að þjóðin muni ráða við Ices­a­ve-lán­in, með mögu­leik­um á end­ur­fjármögn­un þeirra og dreif­ingu greiðslna ef á þyrfti að halda.

„Ég er sann­færður um, að  komust við klakk­laust gegn­um næstu miss­eri og þá aðsteðjandi erfiðleika sem við glím­um við núna, þá verður það ekki þetta sem set­ur ís­lenskt þjóðfé­lag á kné. Við mun­um ráða við það."

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert