Murrað á markaðinn

Pökkunarvélin skammtar í poka. Síðan er varan soðin niður.
Pökkunarvélin skammtar í poka. Síðan er varan soðin niður. mbl.is/Helgi

Ný verksmiðja er farin að mala í Súðavík. Framleiðslan er kattamatur sem ber viðeigandi heiti, Murr, eftir mali neytendanna. Við framleiðsluna er allt gert sem hægt er til að koma til móts við þarfir og langanir kattanna sjálfra.

„Ég er alinn upp á dýralæknaheimili og hef alltaf tengst dýrum,“ segir Þorleifur Ágústsson dýralífeðlisfræðingur sem gengið hefur með hugmyndina að framleiðslu kattamatar í nokkur ár og hefur nú látið hana verða að veruleika í samvinnu við Braga Líndal Ólafsson fóðurfræðing og fleira fólk.

Þorleifur segist hafa velt þessum möguleika fyrir sér í sex ár, frá því hann flutti til Ísafjarðar. Hann hefur unnið að þróun vörunnar í rúm tvö ár með Braga.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert