Öryggi á hafi í hættu

Björgunarbátur á siglingu
Björgunarbátur á siglingu mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Hjalti Sæmundsson, aðalvarðstjóri á Vaktstöð siglinga, segir að strandveiðar muni hafa í för með sér mikið álag á hans fólk. Í stað þess að fjölga vaktmönnum þar sé fyrirhugað að fækka fólki. „Við erum björgunarmiðstöð hafsins í kringum Ísland og því er þetta stórhættulegt.“ Ráðherrar og stjórnmálamenn segist e.t.v. bera ábyrgð en álagið hvíli á starfsmönnum Vaktstöðvarinnar. Þeir taki ástandið mjög nærri sér.

Hjalti bendir á að mikill árangur hafi náðst í öryggismálum á hafi úti og á síðasta ári hafi það gerst, líklega í fyrsta sinn í Íslandssögunni, að enginn sjómaður hafi farist. Margvíslegir þættir hafa stuðlað að þessum góða árangri eins og stórbættur búnaður og menntun, forvarnir, framlag björgunarsveita og Landhelgisgæslu ásamt starfinu á Vaktstöðinni.

„Við erum með miklu meira eftirlit með bátum og skipum en flugstjórn í kringum flugið. Að meðaltali eru um 400 skip og bátar á sjó og verða væntanlega 5-600 þegar strandveiðar komast í gang. Við þurfum að fylgjast náið með öllum þessum flota. Hér eru eingöngu þrír menn á vakt og nú á að fækka þeim um einn. Það segir sig sjálft að ef Vaktstöð siglinga getur ekki unnið af fullum krafti og einurð mun eitthvað undan láta.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert