Vilja að forseti synji staðfestingu á ríkisábyrgð

Opnuð hefur verið vefsíða þar sem safnað er undirskriftum undir áskorun til Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um að hann synji staðfestingar lagafrumvarpi um ríkisábyrgð vegna Icesave-samkomulagsins, fari svo að Alþingi samþykki frumvarpi um það.

Á vefsíðunni segir, að ríkisábyrgð vegna samninganna geti raskað lífi þjóðarinnar stórkostlega um mörg ókomin ár. Að hafna ábyrgðinni geti á sama hátt orðið afdrifaríkt. Ábyrgðin og byrðarnar yrðu þannig lagðar þjóðinni á herðar í báðum tilvikum. Því sé rétt að þjóðin sjálf skeri úr um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Slíkt fyrirkomulag sé ekki aðeins réttmætt og sanngjarnt heldur einnig nauðsynlegt til að ná sæmilegri sátt um þá leið sem farin verði. 

Vefsíðan kjósa.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert