Vilja að forseti synji staðfestingu á ríkisábyrgð

Opnuð hef­ur verið vefsíða þar sem safnað er und­ir­skrift­um und­ir áskor­un til Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar, for­seta Íslands, um að hann synji staðfest­ing­ar laga­frum­varpi um rík­is­ábyrgð vegna Ices­a­ve-sam­komu­lags­ins, fari svo að Alþingi samþykki frum­varpi um það.

Á vefsíðunni seg­ir, að rík­is­ábyrgð vegna samn­ing­anna geti raskað lífi þjóðar­inn­ar stór­kost­lega um mörg ókom­in ár. Að hafna ábyrgðinni geti á sama hátt orðið af­drifa­ríkt. Ábyrgðin og byrðarn­ar yrðu þannig lagðar þjóðinni á herðar í báðum til­vik­um. Því sé rétt að þjóðin sjálf skeri úr um málið í þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Slíkt fyr­ir­komu­lag sé ekki aðeins rétt­mætt og sann­gjarnt held­ur einnig nauðsyn­legt til að ná sæmi­legri sátt um þá leið sem far­in verði. 

Vefsíðan kjósa.is

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert