60-70 milljarða árleg greiðsla

Fjármálaráðuneytið.
Fjármálaráðuneytið. Reuters

Fjár­laga­skrif­stofa fjár­málaráðuneyt­is­ins áætl­ar, að greiðslur úr rík­is­sjóði vegna rík­is­ábyrgðar á Ices­a­ve-skuld­bind­ing­um gætu orðið á bil­inu 60–70 millj­arðar kr. ár­lega á ára­bil­inu 2017 til 2023, en helm­ing­ur þeirr­ar upp­hæðar árin 2016 og 2024.

Heild­ar­skuld­bind­ing­in sam­kvæmt samn­ing­un­um er um 705 millj­arðar króna miðað við nú­ver­andi gengi krón­unn­ar, sem er um 49% af vergri lands­fram­leiðslu  árið 2009.

Fram til 2016 munu eign­ir úr þrota­búi Lands­bank­ans greiðast inn á höfuðstól láns­ins og ræðst það af greiðslum úr þrota­bú­inu hversu hátt lán Trygg­ing­ar­sjóðs inni­stæðueig­enda verður.

Reiknað hef­ur verið út að ef 60% af eign­um Lands­bank­ans end­ur­heimt­ast yrði skuld­bind­ing ís­lenska rík­is­ins 521 millj­arður króna eða 26% af vergri lands­fram­leiðslu árið 2016 og 309 millj­arðar eða 15% af lands­fram­leiðslu miðað við 90% end­ur­heimt­ur á for­gangs­kröf­um.

Ef gert ráð fyr­ir að meðaltal þess­ara for­sendna um end­ur­heimt­ur for­gangs­kröfu­hafa komi til eða að 75% af kröf­um end­ur­heimt­ist gætu um 415 millj­arðar króna fallið á rík­is­sjóð vegna skuld­bind­inga Trygg­ing­ar­sjóðsins eða um 21% af vergri lands­fram­leiðslu árið 2016. Þessi fjár­hæð kæmi til greiðslu í 32 greiðslum á átta árum ásamt ár­leg­um 5,55% vöxt­um. Árleg greiðsla af höfuðstól yrði þannig um 50 millj­arðar króna og vaxta­greiðslur fallandi frá 22 millj­örðum króna.

Frum­varpið í heild

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert