Birta upplýsingar úr lánabók Kaupþings

Dag­blaðið DV birt­ir í dag upp­lýs­ing­ar úr lána­bók Kaupþings frá júní árið 2006 og seg­ir, að þar komi meðal ann­ars fram lán­veit­ing­ar til stjórn­enda og lyk­il­starfs­manna vegna hluta­bréfa­kaupa.

Seg­ir blaðið m.a., að Kristján Ara­son, sem á þess­um tíma var einn af fram­kvæmda­stjór­um Kaupþings, hafi skuldað bank­an­um 893 millj­ón­ir króna sam­kvæmt lána­bók­inni vegna hluta­fjár­kaupa.

Þá kem­ur fram, að all­ir starfs­menn­irn­ir séu skráðir sjálf­ir fyr­ir lán­un­um í lána­bók­inni  utan Hreiðar Már Sig­urðsson, þáver­andi for­stjóri, sem en fé­lagið Hreiðar Már Sig­urðsson ehf. var skráð fyr­ir láni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert