Birta upplýsingar úr lánabók Kaupþings

Dagblaðið DV birtir í dag upplýsingar úr lánabók Kaupþings frá júní árið 2006 og segir, að þar komi meðal annars fram lánveitingar til stjórnenda og lykilstarfsmanna vegna hlutabréfakaupa.

Segir blaðið m.a., að Kristján Arason, sem á þessum tíma var einn af framkvæmdastjórum Kaupþings, hafi skuldað bankanum 893 milljónir króna samkvæmt lánabókinni vegna hlutafjárkaupa.

Þá kemur fram, að allir starfsmennirnir séu skráðir sjálfir fyrir lánunum í lánabókinni  utan Hreiðar Már Sigurðsson, þáverandi forstjóri, sem en félagið Hreiðar Már Sigurðsson ehf. var skráð fyrir láni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert