Engir fundir til að ræða stöðu bæjarfulltrúans

Ómar Stefánsson með Gunnari Birgissyni
Ómar Stefánsson með Gunnari Birgissyni mbl.is/Rax

„Það eru fleiri og fleiri sem hafa veru­leg­ar áhyggj­ur af þessu og eru ekki sátt­ir, en ég get ekki sagt að það hafi krist­all­ast ein­hver ákveðin krafa í mál­inu,“ seg­ir Gest­ur Val­g­arðsson, formaður Fram­sókn­ar­fé­lags­ins í Kópa­vogi, spurður um stöðu Ómars Stef­áns­son­ar bæj­ar­full­trúa flokks­ins. Ómar er stjórn­ar­maður í Líf­eyr­is­sjóði starfs­manna Kópa­vogs og er sem slík­ur viðfangs­efni rann­sókn­ar Fjár­mála­eft­ir­lits­ins. Heim­ild­ir Morg­un­blaðsins herma að staða hans hafi veikst nokkuð vegna máls­ins en skoðanir flokks­manna á því séu þó ekki á einn veg.

Ein­ar Kristján Jóns­son, formaður full­trúaráðs Fram­sókn­ar­flokks­ins í Kópa­vogi, seg­ir að ekki sé ráðgerður neinn fund­ur í ráðinu til að ræða stöðu Ómars. Ekki hafi komið fram krafa eða þrýst­ing­ur um það frá flokks­mönn­um, held­ur sé það lagt í hend­ur Ómars sjálfs að ákveða hvort hon­um sé enn sætt í embætti.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert