Engir fundir til að ræða stöðu bæjarfulltrúans

Ómar Stefánsson með Gunnari Birgissyni
Ómar Stefánsson með Gunnari Birgissyni mbl.is/Rax

„Það eru fleiri og fleiri sem hafa verulegar áhyggjur af þessu og eru ekki sáttir, en ég get ekki sagt að það hafi kristallast einhver ákveðin krafa í málinu,“ segir Gestur Valgarðsson, formaður Framsóknarfélagsins í Kópavogi, spurður um stöðu Ómars Stefánssonar bæjarfulltrúa flokksins. Ómar er stjórnarmaður í Lífeyrissjóði starfsmanna Kópavogs og er sem slíkur viðfangsefni rannsóknar Fjármálaeftirlitsins. Heimildir Morgunblaðsins herma að staða hans hafi veikst nokkuð vegna málsins en skoðanir flokksmanna á því séu þó ekki á einn veg.

Einar Kristján Jónsson, formaður fulltrúaráðs Framsóknarflokksins í Kópavogi, segir að ekki sé ráðgerður neinn fundur í ráðinu til að ræða stöðu Ómars. Ekki hafi komið fram krafa eða þrýstingur um það frá flokksmönnum, heldur sé það lagt í hendur Ómars sjálfs að ákveða hvort honum sé enn sætt í embætti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert