Færri fyrirtæki í þrot

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. mbl.is/Árni Sæberg

Ástæða þess að færri fyr­ir­tæki urðu gjaldþrota í maí í ár en í fyrra er að fjár­hags­leg end­ur­skipu­lagn­ing á rekstri margra þeirra hef­ur dreg­ist og bank­arn­ir hafa ekki gengið hart fram í að krefjast gjaldþrota­skipta. Þetta seg­ir Vil­hjálm­ur Eg­ils­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins.

Þegar rýnt er í töl­ur Hag­stof­unn­ar má sjá að nú í maí voru 66 fyr­ir­tæki tek­in til gjaldþrota­skipta sam­an­borið við 74 fyr­ir­tæki í maí í fyrra. Tutt­ugu fyr­ir­tækj­anna voru í bygg­ing­ar­starf­semi og mann­virkja­gerð og 9 í heild- og smá­sölu­versl­un. Alls urðu 413 fyr­ir­tæki gjaldþrota fyrstu fimm mánuði árs­ins en 301 á sama tíma í fyrra.

Vil­hjálm­ur seg­ir mörg fyr­ir­tæki tækni­lega gjaldþrota vegna skulda­stöðu sinn­ar. Rekst­ur þeirra sé þó ár­ang­urs­rík­ur og eng­um því greiði gerður með því að stöðva hann.

„Maður bíður eft­ir því hvað ger­ist þegar erfiðu mál­in í bönk­un­um fara að leys­ast. Þá er hætt við því að kvarn­ist úr,“ seg­ir hann.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert