Fimmtungi meiri orka

Orkustofnun hefur gert athugasemdir við orkunotkun HS Orku. Tekin hefur verið um fimmtungi meiri orka en gert er ráð fyrir. Beðið um skýringar og tillögur að úrbótum.

Fréttastofa RÚV sagði frá því í kvöldfréttum sjónvarps að Orkustofnun hefði gert athugasemdir um orkutöku HS Orku. Búið væri að biðja um skýringar og tillögur að úrbótum. Þá kom fram að frumorkunotkun hefði aukist um rúm 20% á síðasta ári sem er talsvert hærra en gert hafði verið ráð fyrir. Varasamt getur verið að mati Orkustofnunar að taka meiri orku frá svæðinu en gert er ráð fyrir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert