Greiðsla frá IMF í ágúst

Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington.
Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington.

Fra­nek Rozwadowski, full­trúi Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins (IMF) á Íslandi, seg­ir að greiðsla (tranche) núm­er tvö af lán­inu frá sjóðnum verði lík­lega af­greidd í ág­úst næst­kom­andi. Upp­haf­lega átti greiðslan að ber­ast í fe­brú­ar síðastliðnum, en hef­ur verið frestað tví­veg­is.

Fyrsti hlut­inn af 2,1 millj­arðs doll­ara láni IMF, sem var 827 millj­ón­ir dala, barst Seðlabank­an­um í lok nóv­em­ber á síðasta ári. Eru þeir fjár­mun­ir geymd­ir á reikn­ingi Seðlabanka Íslands hjá banda­ríska seðlabank­an­um í New York. Hafa þeir ekki verið hreyfðir, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Seðlabank­an­um, en um eig­in­leg­an gjald­eyr­is­vara­forða er að ræða.

Af­gang­ur­inn af lán­inu frá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum verður greidd­ur í átta jöfn­um áföng­um, um 155 millj­ón­ir doll­ara í hvert sinn, á þriggja mánaða fresti. Verður greiðslan í ág­úst fyrsta greiðslan af þess­um átta. Greiðslurn­ar átta munu hald­ast í hend­ur við árs­fjórðungs­lega end­ur­skoðun á efna­hags­áætl­un ís­lenskra stjórn­valda í fram­kvæmda­stjórn Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins.

„Tíma­setn­ing end­ur­skoðunar bygg­ist mjög mikið á því hvaða aðgerðir stjórn­valda liggja fyr­ir áður. Svo þetta eru ekki fyr­ir­fram ákveðnar dag­setn­ing­ar, þrátt fyr­ir árs­fjórðungs­lega end­ur­skoðun og vænt­ing­ar um að ljúka þessu fyrr,“ seg­ir Rozwadowski. Hann seg­ir að end­ur­skoðun áætl­un­ar hafi seinkað vegna tækni­legra vanda­mála sem tengj­ast aðallega end­ur­reisn banka­kerf­is­ins. Vinna við upp­skipt­ingu bank­anna hafi tekið mun lengri tíma en lagt hafi verið upp með. Kosn­ing­ar og breyt­ing­ar í stjórn­kerf­inu hafi einnig sett strik í reikn­ing­inn. „Okk­ar reynsla er sú að það hæg­ist veru­lega á út­færslu efna­hags­áætl­un­ar í kring­um kosn­ing­ar. Það er mjög eðli­legt.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert