Keyrt á reiðhjólamann

Mbl.is/jakobfannar

Ekið var á mann á reiðhjóli í kvöld á Hringbraut í Reykjavík, til móts við Landspítalann. Barst lögreglu tilkynning um atvikið um átta og var sendur sjúkrabíll á staðinn. Um minniháttar meiðsl virðist vera að ræða en hjólreiðamaðurinn var þó fluttur á sjúkrahús til skoðunar.



 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka