Fréttaskýring: Lánshlutfallið gæti hugsanlega lækkað

Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, segir líklegt að óvissa …
Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, segir líklegt að óvissa lánveitenda aukist verði frumvarpið að lögum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lán­veit­anda sem veit­ir lán­taka lán gegn veði í fast­eign er ekki heim­ilt að leita fulln­ustu fyr­ir kröfu sinni í öðrum verðmæt­um lán­taka en veðinu. Krafa lán­veit­anda á hend­ur lán­taka skal því falla niður ef and­virði veðsins sem fæst við nauðung­ar­sölu næg­ir ekki til greiðslu henn­ar. Þetta er meg­in­inn­takið í frum­varpi til laga, sem sex þing­menn úr þrem­ur stjórn­mála­flokk­um hafa lagt fram á Alþingi.

Fyrsti flutn­ings­maður frum­varps­ins er Lilja Móses­dótt­ir, þingmaður Vinstri grænna, en meðflutn­ings­menn henn­ar eru úr sama flokki og hún, Borg­ara­hreyf­ing­unni og Fram­sókn­ar­flokkn­um.

Árni Páll Árna­son, fé­lags- og trygg­inga­málaráðherra, ótt­ast að verði frum­varp þetta samþykkt gæti af­leiðing­in orðið lægra láns­hlut­fall við lán­veit­ing­ar. Þess vegna seg­ir hann að ekki sé víst að það yrði mikið til bóta. Hins veg­ar verði frum­varpið skoðað vand­lega eins og aðrar hug­mynd­ir sem fram komi og ætlað er að bæta stöðu heim­il­anna í land­inu.

Ávinn­ing­ur ekki borðleggj­andi

„Þar á meðal verður fram­komið frum­varp þing­mann­anna án efa tekið til skoðunar, en ávinn­ing­ur­inn af því er hins veg­ar ekki borðleggj­andi,“ seg­ir Árni Páll. „Verði frum­varpið að lög­um, eins og það ligg­ur fyr­ir, er lík­legt að óvissa lán­veit­enda auk­ist. Ég ótt­ast því að af­leiðing­in gæti orðið lægra láns­hlut­fall við lán­veit­ing­ar. Ekki er víst að það væri mikið til bóta. En þetta þarf að skoða vel.“

Þá seg­ist Árni Páll ekki sjá í fljótu bragði hvernig hægt væri að láta ákvæði frum­varps­ins ná til þegar gerðra skuld­bind­inga, eins og gert er ráð fyr­ir í því.

Vill ganga lengra

Þess má geta að Íbúðalána­sjóður hef­ur alla jafna ekki verið að elt­ast við fólk sem hef­ur misst hús­næði sitt á nauðung­ar­upp­boði, í þeim til­vik­um þar sem sjóður­inn hef­ur ekki fengið lán sín greidd að fullu. Viðkom­andi hafa hins veg­ar ekki fengið fyr­ir­greiðslu hjá sjóðnum á ný fyrr en kröf­urn­ar hafa verið greidd­ar eða þær af­skrifaðar.

Á að geta byrjað upp á nýtt

Sam­kvæmt frum­varpi þing­mann­anna sex um breyt­ingu á lög­um um samn­ings­veð, sem eru núm­er 75 frá ár­inu 1997, er gert ráð fyr­ir að lán­veit­end­ur muni ekki geta haldið úti kröf­um á fyrr­ver­andi íbúðar­eig­anda vegna þess sem ekki inn­heimt­ist við nauðung­ar­upp­boð. Því muni fyrr­ver­andi íbúðar­eig­andi, sem hef­ur misst íbúð sína á upp­boði, geta byrjað upp á nýtt og reynt að koma sér á ný þaki yfir höfuðið. Það á hann eða hún að geta gert án þess að eiga á hættu að lán­veit­end­urn­ir hafi stöðu til að fara fram á að ná því sem þeir fengu ekki á upp­boðinu, eins og nú er hægt.

Frum­varp­inu er ætlað að gilda um fast­eigna­veðlána­samn­inga sem þegar hafa verið gerðir og óháð því hvort lána­stofn­un lýt­ur eign­ar­haldi hins op­in­bera eða einkaaðila.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert