Segja 16 málum af 48 ólokið

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.

Ríkisstjórnin segist hafa afgreitt 32 af 48 málum sem voru á 100 daga lista hennar á þeim 50 dögum sem liðnir eru frá því hún tók við völdum. Þetta jafngildi því að búið sé að afgreiða um 2/3 verkefnalistans.

Meðal málanna 16, sem eftir standa, eru að sögn forsætisráðuneytisins  samninga til að leysa úr vanda vegna erlendra eigenda krónubréfa, óafgreidd mál í bankakerfinu þar sem lokadagsetning hafi þegar verið fastsett og mál sem varða skuldastöðu heimilanna, kynningu úrræða sem í boði eru og endurskoðun þeirra ef þörf krefur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka