Þjóðin kaus um Icesave í apríl

Þingmenn á Alþingi.
Þingmenn á Alþingi. mbl.is/Eggert

Nokkuð hitnaði í kol­un­um á Alþingi í dag þegar þing­menn ræddu störf þings­ins, þar á meðal um hugs­an­lega þjóðar­at­kvæðagreiðslu um Ices­a­ve-sam­komu­lagið. Hróp og köll heyrðust í þingsaln­um þegar Álf­heiður Inga­dótt­ir, þingmaður VG, sagði að þjóðin hefði meðal ann­ars kosið um Ices­a­ve í apríl.

Eft­ir að Ásta Ragn­heiður Jó­hann­es­dótt­ir, for­seti Alþing­is, hafði beðið þing­menn um að gefa Álf­heiði hljóð sagði hún, að þjóðin hefði ný­lega falið 63 þing­mönn­um að leysa úr banka­hrun­inu og því, sem frá­far­andi stjórn­ar­liðar skyldu eft­ir sig.

„Þar á meðal er Ices­a­ve, þar á meðal er núna 9% at­vinnu­leysi, þar á meðal eru skuldaklaf­ar heim­ila og fyr­ir­tækja, 500 millj­arðar í nýtt banka­kerfi. Ég verð að segja að Ices­a­ve er ekki stærsta málið af þess­um mál­um í mín­um huga. Ég treysti þess­ari rík­is­stjórn og þing­heimi til að leiða þetta Ices­a­ve-mál til lykta," sagði Álf­heiður og bætti við að hún teldi ekki nauðsyn­legt að bera með Icesace-samn­ing­inn und­ir þjóðar­at­kvæði.

Þá sagði hún það rangt haft eft­ir Stein­grími J. Sig­fús­syni, fjár­málaráðherra, að hann hefði sagt að Ices­a­ve-málið væri of flókið fyr­ir þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Hann hefði sagt, að vandi væri að stilla því upp, hver hinn val­kost­ur­inn ætti að vera. 

Síðar í umræðunni benti Ólína Þor­varðardótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, á að ástandið í þingsaln­um væri eins og í skóla­stofu og ræðumenn fengju ekki frið í ræðustól fyr­ir ókyrrð, frammíköll­um og leiðind­um.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert