Vilja forgangsraða aftur

Við Suðurlandsveg
Við Suðurlandsveg mbl.is

Sveit­ar­stjórn­ar­menn á Suður­landi eru ósátt­ir við að sam­göngu­fram­kvæmd­ir á Suður­lands­vegi séu ekki fremst í for­gangs­röð stjórn­valda.

Ólaf­ur Áki Ragn­ars­son, bæj­ar­stjóri Ölfuss, seg­ist hissa á því að einkafram­kvæmd­ir við Vaðlaheiðargöng og við sam­göngumiðstöð í Vatns­mýri verði á und­an fram­kvæmd­um við Suður­lands­veg í for­gangs­röðinni. „Á fundi 25. mars boðaði [Kristján Möller] sam­gönguráðherra okk­ur sveit­ar­stjóra hér á Suður­landi á fund og kynnti þá 2+2 veg frá Rauðavatni og upp að Litlu kaffi­stof­unni og þaðan 2+1 veg í Hvera­gerði. Þetta átti að bjóða út í júní eða júlí. Þetta var ein­mitt hægt vegna þess að skipu­lags­vinn­an var kom­in það langt, og búin að mestu leyti. Mér finnst órétt­læt­an­legt að taka önn­ur sam­göngu­mann­virki fram yfir um­bæt­ur á Suður­lands­vegi, ein­mitt vegna þess að nú er ekk­ert sem stend­ur í vegi fyr­ir því að ráðist verði í þess­ar fram­kvæmd­ir.“

For­gangs­röðun fram­kvæmda hjá rík­inu hef­ur í gegn­um tíðina verið mikið þrætu­epli. Ekki síst á það við þegar krepp­ir að líkt og nú, þó efna­hagskrepp­an sem Ísland geng­ur í gegn­um, eft­ir hrun banka­kerf­is­ins í októ­ber sl., sé for­dæma­laus.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert