Ármann Jakobsson hlýtur hvatningarverðlaun

Ármann Jakobsson tekur við verðlaununum í morgun
Ármann Jakobsson tekur við verðlaununum í morgun

Ármann Jakobsson bókmenntafræðingur hlaut í morgun hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs. Verðlaunin eru stærstu vísindaverðlaunin sem veitt eru á Íslandi, tvær milljónir króna.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og formaður Vísinda- og tækniráðs afhenti verðlaunin á Rannsóknaþingi sem haldið var á Grand hótel.

Tilnefningar til hvatningarverðlaunanna koma frá öllum sviðum vísinda og bárust í ár alls 22 tilnefningar. Sérstök dómnefnd handhafa verðlaunanna velur úr tilnefningum, að því er segir í tilkynningu.

Dómnefndina í ár skipuðu Jakob K. Kristjánsson, framkvæmdastjóri Tækniseturs Arkea, Áslaug Helgadóttir aðstoðarrektor rannsóknamála Landbúnaðarháskóla Íslands, Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, og Hilmar Janusson, þróunarstjóri Össurar hf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka