Ármann Jakobsson hlýtur hvatningarverðlaun

Ármann Jakobsson tekur við verðlaununum í morgun
Ármann Jakobsson tekur við verðlaununum í morgun

Ármann Jak­obs­son bók­mennta­fræðing­ur hlaut í morg­un hvatn­ing­ar­verðlaun Vís­inda- og tækni­ráðs. Verðlaun­in eru stærstu vís­inda­verðlaun­in sem veitt eru á Íslandi, tvær millj­ón­ir króna.

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra og formaður Vís­inda- og tækni­ráðs af­henti verðlaun­in á Rann­sóknaþingi sem haldið var á Grand hót­el.

Til­nefn­ing­ar til hvatn­ing­ar­verðlaun­anna koma frá öll­um sviðum vís­inda og bár­ust í ár alls 22 til­nefn­ing­ar. Sér­stök dóm­nefnd hand­hafa verðlaun­anna vel­ur úr til­nefn­ing­um, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Dóm­nefnd­ina í ár skipuðu Jakob K. Kristjáns­son, fram­kvæmda­stjóri Tækni­set­urs Arkea, Áslaug Helga­dótt­ir aðstoðarrektor rann­sókna­mála Land­búnaðar­há­skóla Íslands, Frey­steinn Sig­munds­son, jarðeðlis­fræðing­ur við Jarðvís­inda­stofn­un Há­skóla Íslands, og Hilm­ar Jan­us­son, þró­un­ar­stjóri Öss­ur­ar hf.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert