Enginn eldur í húsi Actavis

Slökkvilið Akureyrar berst við raunverulegan eldsvoða
Slökkvilið Akureyrar berst við raunverulegan eldsvoða

Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins var kallað að húsi Actavis í Hafnarfirðinum rétt upp úr hálf-níu í morgun en þar hafði brunavarnakerfi farið í gang. Ekki reyndist neinn eldur í húsinu heldur hafði hitatæki í loftræstikerfi hússins komist í snertingu við plast þannig að brunaboði fór í gang.

Einn slökkvibíll og sjúkrabíll voru sendir á vettvang en slökkviliðsmenn afgreiddu málið á um sex mínútum.

Að sögn varðstjóra slökkviliðsins var enginn hætta á ferðum. Enginn eldur hafi komið upp og enginn reykur. Töluverð lykt af brenndu plasti gaus þó upp, eðli málsins samkvæmt.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu koma tilfelli sem þessu upp nokkrum sinnum á ári og áður hefur svipað útkall komið vegna Actavis í Hafnarfirði. Brunakerfi á borð við það sem þar er til staðar eru mjög næm og lítið þurfi til að þau fari í gang. Varðstjóri segir það eðlilegt þar sem mikið sé í húfi, allur sé varinn góður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert