Funda með samgönguráðherra

Við Suðurlandsveg fyrir skemmstu.
Við Suðurlandsveg fyrir skemmstu. mbl.is

Sveitarstjórnarmenn og þingmenn á Suðurlandi munu í dag funda með Kristjáni Möller samgönguráðherra um forgangsröðun samgönguframkvæmda. Ætla þeir á fundinum að þrýsta á um að ráðist verið í breikkun Suðurlandsvegar áður en ráðist er í aðrar framkvæmdir.

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar og jafnframt fyrsti þingmaður Suðurlandskjördæmis, segir enga endanlega forgangsröðun í samgöngumálum liggja fyrir. Ekki sé búið að taka ákvarðanir um að ráðast í Vaðlaheiðargöng eða Samgöngumiðstöð, áður en hafist verður handa við að breikka Suðurlandsveg. „Það er krafa allra Sunnlendinga, þvert á alla flokka, að aðrar samgönguframkvæmdir verði ekki settar á undan framkvæmdum við Suðurlandsveg í forgangsröðinni. Þetta umferðarmesti vegur landsins og jafnframt sá hættulegasti. Það eitt segir allt sem segja þarf, um hversu brýnt það er að ráðast í framkvæmdirnar við Suðurlandsveg,“ sagði Björgvin í samtali við mbl.is.

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Friðrik Tryggvason
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert