Í dag eru 100 frá stofnun úrsmíðaverslunar F. Michelsen en á þeim hundrað árum hafa fjórir ættliðir Michelsen fjölskyldunnar stundað úrsmíðina. Yngsti úrsmiðurinn í keðjunni hefur nýverið lokið úrsmíðaprófi með láði í virtum skóla í Sviss.
Lokaverkefni Róberts í skólanum var að endurhanna og smíða gamalt kennsluúr. Að baki því liggur margra vikna vinna og er það að öllum líkindum fyrsta íslenska handsmíðaða úrið.