Icesave erfitt í þjóðaratkvæði

Steingrímur J. Sigfússon á borgarafundi um Icesavemálið.
Steingrímur J. Sigfússon á borgarafundi um Icesavemálið. mbl.is/Eggert

Haft hefur verið eftir Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra að Icesave-samningarnir séu of flóknir fyrir þjóðaratkvæði.

Í samtali við Morgunblaðið segir hann hið rétta að hann telji vandkvæðum bundið að leggja fyrir skýra valkosti til að kjósa um, ekki að hann telji kjósendur ófæra um að mynda sér skoðun. „Ég hafna því algerlega að ég hafi talað niður til kjósenda með þessu,“ segir hann.

Engu að síður virðist nokkur viðsnúningur hafa orðið hjá ráðherra, frá því að hann vildi þjóðaratkvæði um stóriðju á Austurlandi.

 Aðspurður segir Steingrímur að það mál hefði verið auðvelt að leggja í dóm þjóðarinnar. „Annað hvort vildirðu byggja álverið eða ekki. Icesave-vandinn verður hins vegar ekki úr sögunni ef við höfnum samningnum. Hvað tekur þá við? Þetta er mál af því tagi sem er mjög flókið að leggja fyrir. Ég verð að játa mig dálítið sigraðan í því hvernig ætti að leggja kostina fyrir kjósendur,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka