Margt brýnna en samgöngumiðstöð

Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. mbl.is/Frikki

„ÉG tel samgöngumiðstöð ekki til forgangsmála í framkvæmdum,“ segir Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík og flokkssystir samgönguráðherra. Hún segir mörg verkefni vera brýnni en miðstöðina.

„Auk þess tel ég hönnun og skipulagsvinnu sem tengist henni ekki vera komna á þann stað að hún rísi í bráð.“ Borgarfulltrúar í Reykjavík hafa hingað til verið tregir til þess að ráðast í gerð samgöngumiðstöðvar, þrátt fyrir sameiginlegar viljayfirlýsingar um byggingu miðstöðvarinnar.

Oddný segir að borgarfulltrúar, hvar í flokki sem þeir standa, þurfi að taka ákvarðanir varðandi samgöngumiðstöðina með hagsmuni samgangna í Reykjavík að leiðarljósi. „Miðstöðin verður að vera byggð upp þannig að hagsmunir samgangna í Reykjavík séu í forgangi.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert