Ráðhústorgið grænt á ný

Ráðhústorgið á Akureyri sumarið 2008.
Ráðhústorgið á Akureyri sumarið 2008. Ljósmynd Ragnar Hólm

Ráðhús­torgið á Ak­ur­eyri verður tyrft og skreytt með blóm­um á morg­un en það vakti mikla at­hygli í fyrra þegar versl­un­ar­eig­andi á Ak­ur­eyri tók sig til og þöku­lagði torgið án heim­ild­ar frá bæj­ar­yf­ir­völd­um. En þar sem uppá­tækið lagðist vel í bæj­ar­búa var grasið ekki fjar­lægt. Þök­urn­ar verða hins veg­ar nú lagðar af bæj­ar­yf­ir­völd­um á Ak­ur­eyri.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert