Tæplega 17 þúsund án atvinnu

Alls eru 16.697 skráðir á atvinnuleysisskrá Vinnumálastofnunar, þar af 9.935 karlar og 7.032 konur. Á höfuðborgarsvæðinu er 12.231 án atvinnu. Á vef Vinnumálastofnunar kemur fram að ákveðna fyrirvara verði að hafa við mat á atvinnuleysi út frá þessum fjöldatölum, m.a. að um 20% eru í hlutastörfum á móti bótum.

Skráð atvinnuleysi í maí 2009 var 8,7% eða að meðaltali 14.595 manns og minnkaði atvinnuleysi um 1,5% að meðaltali frá apríl eða um 219 manns. Tölur fyrir júnímánuð liggja ekki fyrir en verða væntanlega birtar innan tveggja vikna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert