Veiða lunda fimm daga í ár

Lundinn í Eyjum
Lundinn í Eyjum mbl.is/Sigurgeir

Vestmannaeyjabær, Náttúrustofa Suðurlands og Félag bjargveiðimanna undirrituðu í dag samkomulag um nytjar og rannsóknir á lunda í Vestmannaeyjum á veiðitímabilinu sumarið 2009. Er samkomulagið gert vegna slæmrar stöðu lundastofnins í Eyjum.

Samkomulagið felur meðal annars í sér að lundaveiðar verða aðeins heimilaðar í fimm daga í lok júlí í stað 55 daga á sumri en Náttúrustofa Suðurlands hefur áður lagt til algjört veiðibann. Mun stofan, samkvæmt samkomulaginu, veita rannsóknum á lunda forgang í sumar. Verður sjónum sérstaklega beint að varpi og afkomu pysja. Samkvæmt lögum er heimilt að hefja lundaveiðar í dag, 1. júlí.

Öllum veiðimönnum verður skylt að láta Náttúrustofunni í té veiðitölur og skulu veiðarnar fara fram á ábyrgan hátt þannig að lundinn njóti ávallt vafans. Sé þetta ekki virt verður viðkomandi veiðifélagi svipt veiðirétti og sagt upp leigu á nytjarétti.

Lögð er áhersla á það í samkomulaginu að bág staða lundastofnsins sé ekki af völdum veiðana og að komast þurfti til botns á því hvers vegna hann hefur rýrnað eins mikið og raun ber vitni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka