Vilja ekki breytingar á skattlagningu lífeyrissjóðsgreiðslna

Landssamtök lífeyrissjóða eru andvíg hugmyndum um að inngreiðslur í lífeyrissjóði verði skattlagðar í stað þess að skatturinn sé innheimtur við greiðslu lífeyris eins og viðgengist hefur frá upphafi.

Stjórn samtakanna fjallaði um málið í tilefni af tillögu til þingsályktunar þar að lútandi þar sem meðal annars er gengið út frá því að kerfisbreyting í skattlagningu lífeyrissjóðsgreiðslna geti aflað ríkissjóði allt að 40 milljörðum króna án þess að skerða ráðstöfunartekjur launamanna og eftirlaunafólks. Stjórnin telur að þegar á heildina er litið geti hún ekki mælt með slíkum breytingum sem lið i ráðstöfunum við endurreisn efnahagslífsins, að því er segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert