Vilja ekki breytingar á skattlagningu lífeyrissjóðsgreiðslna

Lands­sam­tök líf­eyr­is­sjóða eru and­víg hug­mynd­um um að inn­greiðslur í líf­eyr­is­sjóði verði skattlagðar í stað þess að skatt­ur­inn sé inn­heimt­ur við greiðslu líf­eyr­is eins og viðgeng­ist hef­ur frá upp­hafi.

Stjórn sam­tak­anna fjallaði um málið í til­efni af til­lögu til þings­álykt­un­ar þar að lút­andi þar sem meðal ann­ars er gengið út frá því að kerf­is­breyt­ing í skatt­lagn­ingu líf­eyr­is­sjóðsgreiðslna geti aflað rík­is­sjóði allt að 40 millj­örðum króna án þess að skerða ráðstöf­un­ar­tekj­ur launa­manna og eft­ir­launa­fólks. Stjórn­in tel­ur að þegar á heild­ina er litið geti hún ekki mælt með slík­um breyt­ing­um sem lið i ráðstöf­un­um við end­ur­reisn efna­hags­lífs­ins, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert