Yfirflugþjónninn var ánægður

Ný eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar TF SIF kom til landsins í dag, vélin er vel búin hátæknibúnaði til eftirlits og björgunar. Forstjóri Landhelgisgæslunnar var skráður í áhöfn vélarinnar í þessu flugi og gegndi hann stöðu yfirflugþjóns.

Vélin kom frá Goose Bay á Labrador en vélin er af gerðinni Dash 8 Q300 og er framleidd af Bombardier flugvélaverksmiðjunum í Kanada.

Sænska strandgæslan fékk nýverið þrjár vélar af sömu gerð og var settur sami pakki af ratsjám og eftirlitsbúnaði um borð í TF SIF en tækjabúnaðurinn og uppsetning hans mun vera um helmingur af kaupverði vélarinnar


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert