Samtals munu fjörutíu til fimmtíu manns fá uppsagnarbréf þann 1. ágúst nk. vegna samdráttar, en Vinnumálastofnun höfðu í gær borist tvær tilkynningar þess efnis.
Fyrirtækjum er skylt að láta stofnunina vita 30 dögum áður en hópuppsagnir koma til framkvæmda, að sögn Laufeyjar Gunnlaugsdóttur hjá Vinnumálstofnun. Hún vildi ekki gefa upp í hvaða greinum viðkomandi fyrirtæki væru.
Alls hafa um 3.000 manns misst vinnuna í hópuppsögnum sem tilkynnt hefur verið að komi til framkvæmda á árinu. Öllum fyrirtækjum sem eru með tuttugu manns eða fleiri í vinnu ber að láta Vinnumálastofnun vita sé ætlunin að segja tíu manns eða fleiri upp vinnu á 30 daga tímabili.