AGS vill ekki stýrivaxtalækkun

Franek Rozwadowski og Mark Flanagan frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Franek Rozwadowski og Mark Flanagan frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Eggert Jóhannesson

Seðlabanki Íslands ætti að halda stýrivöxtum óbreyttum til að styðja við krónuna og styrkja gengi hennar. Þetta hefur  Bloomberg fréttastofan eftir Franek Rozwadowski, talsmanni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), í gær.

„Ráðgjöf sjóðsins varðandi gjaldeyrisstefnuna er að nota gengið sem aðalverkfærið til að halda verbólgu niðri,“ sagði Rozwadowski. Haft er eftir honum að gengi krónunnar sé það sem stýra eigi gjaldeyrisstefnunni og vaxtastiginu.

Í dag mun Seðlabankinn tilkynna um hvort stýrivextir verða lækkaðir að nýju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka