Atvinnulausir eiga ekki rétt á bótum í orlofi

Atvinnulausir á Spáni
Atvinnulausir á Spáni Reuters

Þeir sem eru atvinnulausir eiga ekki rétt til atvinnuleysisbóta fari þeir í orlof jafnvel þó þeir hafi verið án vinnu í lengri tíma og hafi því ekki fengið greidda orlofsdaga frá fyrri vinnuveitanda.

Vinnumálastofnun lítur svo á að þeir sem eru atvinnulausir hafi flestir unnið sér rétt til orlofstöku og fengið greidda orlofsdaga frá fyrri vinnuveitanda. Ljóst er hins vegar að margir hafa verið atvinnulausir lengur en svo.

Virk atvinnuleit er skilyrði þess að fá greiddar atvinnuleysistryggingar og litið er svo á að þeir sem fara í orlof teljist ekki í virkri atvinnuleit á meðan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert