Ekkert mál of snúið fyrir þjóðina

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra.
Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra. Eggert Jóhannesson

Ögmund­ur Jónas­son, heil­brigðisráðherra, sagðist á Alþingi í dag geta sætt sig við að Ices­a­ve-sam­komu­lagið fari í þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Hann sagðist vera al­mennt fylgj­andi þjóðar­at­kvæðagreiðslum en sagðist að öðru leyti ætla að gera grein fyr­ir af­stöðu sinni til Ices­a­ve í umræðu um málið síðar í dag.

Ögmund­ur svaraði fyr­ir­spurn Hösk­uld­ar Þór­halls­son­ar, þing­manns Fram­sókn­ar­flokks. Hösk­uld­ur spurði ráðherra hvort hann teldi málið vera of snúið fyr­ir þjóðina, líkt og fjár­málaráðherra hafi áður sagt. Ögmund­ur sagðist þá telja, að ekk­ert mál væri of snúið fyr­ir þjoðina til að kjósa um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert