Ekkert mál of snúið fyrir þjóðina

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra.
Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra. Eggert Jóhannesson

Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, sagðist á Alþingi í dag geta sætt sig við að Icesave-samkomulagið fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann sagðist vera almennt fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslum en sagðist að öðru leyti ætla að gera grein fyrir afstöðu sinni til Icesave í umræðu um málið síðar í dag.

Ögmundur svaraði fyrirspurn Höskuldar Þórhallssonar, þingmanns Framsóknarflokks. Höskuldur spurði ráðherra hvort hann teldi málið vera of snúið fyrir þjóðina, líkt og fjármálaráðherra hafi áður sagt. Ögmundur sagðist þá telja, að ekkert mál væri of snúið fyrir þjoðina til að kjósa um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert