„Erum að moka þennan framsóknarflór“

Jóhanna Sigurðardóttir er hún flutti stefnuræðu sína á Alþingi.
Jóhanna Sigurðardóttir er hún flutti stefnuræðu sína á Alþingi. mbl.is/Ómar

„Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn dreg­ur aldrei neitt und­an við að mála þá mynd eins dökka og nokk­ur kost­ur er. Það er þeirra siður og hefð,“ sagði Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, við fyr­ir­spurn Vig­dís­ar Hauks­dótt­ur, þing­manns Fram­sókn­ar­flokks, um stöðu Lands­virkj­un­ar.

Vig­dís spurði hvort eign­ir Lands­virkj­un­ar standi und­ir skuld­um stofn­un­ar­inn­ar, en ljóst er að staða henn­ar er slæm. Jó­hanna benti Vig­dísi á að skoða sögu Fram­sókn­ar­flokks­ins. Það hafi verið hann sem kom þessu ástandi á. „Og við erum að moka þenn­an fram­sókn­ar­flór sem skil­inn var eft­ir.“

Jó­hanna sagði að gripið hefði verið til aðgerða vegna Lands­virkj­unn­ar sem hún tel­ur að duga eigi til. Komi annað í ljós sé það breytt staða sem verði að taka á.

Vig­dís taldi sig ekki hafa fengið svör við spurn­ing­um sín­um og kvað sér síðar hljóðs und­ir liðnum fund­ar­stjórn for­seta. Fór hún fram á að for­seti Alþing­is hlutaðist til um það að ráðherr­ar svari spurn­ing­um sem fyr­ir þá eru lagðar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert