Mikil vonbrigði að stýrivextir lækki ekki hraðar

Jóhanna Sigurðardóttir
Jóhanna Sigurðardóttir mbl.is/Ómar

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði á Alþingi í dag að það væru henni mikil vonbrigði að stýrivextir lækki ekki hraðar en raun ber vitni. Hún sagðist telja að ástæða þess að Seðlabankinn hafi ekki lækkað stýrivexti í dag vera, að krónan þurfi að styrkjast meira. Auk þess hafi verið misbrestur á því að gjaldeyrir skili sér til landsins.

 Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spurði Jóhönnu um stýrivextina. Jóhanna svaraði því til að það þurfi að skoða miklu betur streymi fjármuna til landsins. Það hafi verið misbrestur á því, m.a. hvað varðar álfyrirtækin. Á því er hins vegar verið að taka. 

Jóhanna sagðist jafnframt hafa fulla trú á því að markmið í stöðuguleikasáttamálanum náist, þ.e. að stýrivextir verði komnir í undir 10% í nóvember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert