Norðurlönd settu skilyrðin

mbl.is

PER Callesen, Martti Hetemäki, Tore Eriksen og Per Jensen, fulltrúar Norðurlandanna í viðræðum við íslensk stjórnvöld vegna láns hingað til lands, greindu frá því í bréfi til Jóns Sigurðssonar, fyrrv. stjórnarformanns FME, hinn 15. maí að Ísland þyrfti að virða skuldbindingar sínar vegna innstæðutrygginga. Það atriði var eitt af fimm atriðum sem Norðurlöndin settu sem skilyrði fyrir lánafyrirgreiðslu til Íslands.

Þannig var Icesave-samningur milli Íslands, Hollands og Bretlands, þess efnis að Ísland tæki ábyrgð á lágmarksinnstæðutryggingum upp á 20.887 evrur á hvern, forsenda fyrir lánum frá Norðurlöndum.

Lán Norðurlandanna til Íslands, upp á 1,8 milljarða evra, var veitt með því meginskilyrði að IMF aðstoðaði Ísland úr þeim vanda sem hrun bankakerfisins í byrjun október í fyrra skapaði.

Óbeint var því sameiginleg aðstoð Norðurlanda og IMF háð því að Ísland tæki á sig ábyrgð á Icesave-reikningum vegna falls Landsbankans. Íslensk stjórnvöld lögðu áherslu á, skömmu eftir að bankarnir féllu, að aðstoð IMF væri ekki háð því skilyrði að Ísland tæki ábyrgð á lágmarksinnstæðutryggingu vegna Icesave.

Á endanum var það svo að ábyrgðin á Icesave-innstæðutryggingunum var skilyrði fyrir lánafyrirgreiðslu og þar með áætlun IMF og Íslands. Það mat ríkisstjórnarinnar, að ekki sé hægt að komast hjá ábyrgð á lágmarksinnstæðutryggingu, byggir meðal annars á þessum skilyrðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert