Flutningabifreið valt í Mjóafirði

mbl.is

Lögregla og sjúkrabílar voru kallaðir út frá Ísafirði og Hólmavík í morgun eftir að tilkynning barst um umferðaróhapp í Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi. Vegfarandi tilkynnti þá að vöruflutningabíll hefði lent utan vegar og farið á hliðina.

Þar sem þetta gerðist hinum megin í firðinum við vegfarandann gat hann ekki metið ástand ökumannsins og því var gripið til þess ráðs að kalla út sjúkrabifreið í varúðarskyni. Að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum voru bílar sendir bæði frá Hólmavík og Ísafirði þar sem óvíst var hvar í Mjóafirðinum slysið átti sér stað. Lögregla og sjúkraflutningsmenn frá Ísafirði sneru þó fljótlega við eftir að ljóst var að samstarfsmenn þeirra í Hólmavík væru nær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert