Segir Íslendinga trúa á jólasveininn

mbl.is/Skapti

Lars Peder Brekk, land­búnaðarráðherra Nor­egs, seg­ir að Íslend­ing­ar trúi greini­lega á jóla­svein­inn úr því þeir haldi að þeir geti fengið sér­stak­ar und­anþágur varðandi sjáv­ar­út­vegs­mál inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins. Þetta kem­ur fram á norska vefn­um VG.

Hann seg­ir að aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu yrði eins og himna­send­ing fyr­ir Evr­ópu­sam­bandið sem þá fengi aðild að stærri fiski­miðum og fleiri fiski­stofn­um.

Íslend­ing­ar yrðu hins veg­ar að af­sala sér stjórn fisk­veiða í lög­sögu sinni og hann telji það því jafn­ast á við rúss­neska rúll­ettu að Íslend­ing­ar leggi fiski­mið sín und­ir fyr­ir aðild að sam­band­inu.

„Það verður í raun ekk­ert gert til að fækka í fisk­veiðiflot­an­um eða stöðva of­veiði. Það veld­ur áhyggj­um að 93% þorska í Norður­sjó skuli veidd­ir áður en þeir verða kynþroska. Evr­ópu­sam­bandið ger­ir sér grein fyr­ir vand­an­um en læt­ur dæg­ur­stjórn­mál ráða,” seg­ir hann.

„Verði Ísland aðili að Evr­ópu­sam­band­inu þýðir það að Íslend­ing­ar hafi náð samn­ing­um um sjáv­ar­út­vegs­mál sem ís­lenska þjóðin er sátt við,” seg­ir hann í viðtali við Af­ten­posten.

Þá seg­ir hann að hugs­an­leg aðild Íslend­inga að sam­band­inu hljóti að vekja norska sjó­menn og fisk­vinnslu­fólk til um­hugs­un­ar enda hafi umræðan um Evr­ópu­sam­bandsaðild í Nor­egi til þessa mark­ast af yf­ir­borðskennd­um hræðslu­áróðri.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert