Þungar byrðar á ríkinu

mbl.is/Friðrik

Brúttókostnaður vegna vaxtagreiðslna og afborgana af skuldum ríkissjóðs á næstu árum hleypur á hundruðum milljarða króna og verður hann stór hluti vergrar landsframleiðslu Íslands.

Samkvæmt upplýsingum í frumvarpi fjármálaráðherra um Icesave-samninginn mun þessi kostnaður nema rúmum 200 milljörðum í ár og tæpum 350 milljörðum árið 2011, þegar á gjalddaga koma tvö stór lán, sem tekin voru til að auka gjaldeyrisforða Seðlabankans.

Ljóst að greiðslubyrðin næstu ár verður ríkinu afar þung, um eða yfir 10% af vergri landframleiðslu næstu níu árin hið minnsta. Það er fyrst árið 2022 sem áætlunin gerir ráð fyrir að greiðslubyrði verði komin í 5% af vergri landsframleiðslu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert