Þungar byrðar á ríkinu

mbl.is/Friðrik

Brúttó­kostnaður vegna vaxta­greiðslna og af­borg­ana af skuld­um rík­is­sjóðs á næstu árum hleyp­ur á hundruðum millj­arða króna og verður hann stór hluti vergr­ar lands­fram­leiðslu Íslands.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um í frum­varpi fjár­málaráðherra um Ices­a­ve-samn­ing­inn mun þessi kostnaður nema rúm­um 200 millj­örðum í ár og tæp­um 350 millj­örðum árið 2011, þegar á gjald­daga koma tvö stór lán, sem tek­in voru til að auka gjald­eyr­is­forða Seðlabank­ans.

Ljóst að greiðslu­byrðin næstu ár verður rík­inu afar þung, um eða yfir 10% af vergri land­fram­leiðslu næstu níu árin hið minnsta. Það er fyrst árið 2022 sem áætl­un­in ger­ir ráð fyr­ir að greiðslu­byrði verði kom­in í 5% af vergri lands­fram­leiðslu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert