Verðgjá hjá bílaleigum milli innlendra og erlendra ferðamanna

mbl.is/Sverrir

Það getur kostað Íslending 245.000 krónur að leigja sér skutbíl í eina viku, sem er meðaltímalengd á bílaleigubíl. Hefur verð á bílaleigubílum nær tvöfaldast frá síðasta sumri.

Vilhjálmur Sigurðsson, sölu- og markaðsstjóri hjá bílaleigunni Avis, segir erlenda ferðamenn ekki eiga að finna mikið fyrir hækkun, þar sem allir samningar séu gerðir í evrum en ekki íslenskum krónum. Raunhækkun til þeirra sé því aðeins um 5%. Út á við séu það Íslendingar sem finni mest fyrir hækkuninni enda hafi allur kostnaður bæði af lánum og við kaup á nýjum bílum hækkað á móti hruni krónunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert