Í lánabók Kaupþings frá sumrinu 2006 kemur fram að 22 af stjórnendum og lykilstarfsmönnum bankans fengu samtals um 23,5 milljarða króna að láni frá bankanum til að kaupa hlutabréf í honum. Þetta kemur fram í DV í dag.
Persónulegar ábyrgðir þessara starfsmanna fyrir lánunum voru felldar niður á stjórnarfundi hjá Kaupþingi í lok september í fyrra. Enginn af starfsmönnunum er ennþá starfandi í Nýja Kaupþingi.