Átak gegn svikum á vinnumarkaði

Einhverjir starfsmenn við Tónlistarhúsið voru skráðir á atvinnuleysisskrá þrátt fyrir …
Einhverjir starfsmenn við Tónlistarhúsið voru skráðir á atvinnuleysisskrá þrátt fyrir að vera í fullri vinnu mbl.is

Félags- og tryggingamálaráðherra og fjármálaráðherra boða til blaðamannafundar í dag klukkan 14 til að kynna samstarfssamning ráðuneytanna og stofnana þeirra um skipulegt átak gegn svikum á vinnumarkaði. Auk ráðherranna taka þátt í fundinum Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri og Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar.

Á fundinum munu ráðherrarnir og forstjórar stofnananna kynna átakið og þær leiðir sem farnar verða til að uppræta svik á atvinnuleysisbótum og svarta vinnu.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert