Eimskip sýknað af kröfu Baldurs

Baldur Guðnason, fyrrverandi forstjóri Eimskip
Baldur Guðnason, fyrrverandi forstjóri Eimskip JIM Smart

Eim­skip var í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í dag sýknað af kröfu Bald­urs Guðna­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra þess, um greiðslu launa í tvö ár, allt til loka fe­brú­ar 2010. Bygg­ir sýkn­an á því að Bald­ur hafi mis­notað aðstöðu sína og því beri að ógilda star­floka­samn­ing við hann.

Sam­kvæmt dóm­kröfu Bald­urs Guðna­son­ar fór hann fram á að viður­kennd­ur verði rétt­ur hans gagn­vart Eim­skip til óskertra launa, or­lofs­launa og líf­eyr­is­sjóðsfram­laga frá 1. maí 2008 til og með 28. fe­brú­ar 2010. 

Bald­ur krafðist þess að viður­kennd­ur yrði rétt­ur hans gagn­vart Eim­skip til
óskertra launa, or­lofs­launa og líf­eyr­is­sjóðsfram­laga frá 1. maí 2008 til og með 28. fe­brú­ar 2010 á grund­velli viðauka við starfs­samn­ing. Mánaðarleg­ar greiðslur hefðu verið um 56.520 evr­ur á mánuði, þ.e. laun, or­lof og líf­eyr­is­fram­lag. Miðað við gengi evru í dag er um 10 millj­ón­ir að ræða á mánuði í tæp 2 ár.

 Þegar samn­ing­ur­inn var gerður voru mánaðalaun Bald­urs 3,5 millj­ón­ir króna en hann lét af störf­um hjá fé­lag­inu þann 21. fe­brú­ar 2008. Hann var ráðinn til að gegna starfi for­stjóra frá og með 1. mars 2007.

Eim­skip byggði sýknu­kröfu sína m.a. á því að ráðning­ar­samn­ingi Bald­urs hafi verið rift, að hann hafi beitt svik­um við gerð viðauka á starfs­samn­ingi, en einnig var byggt á 33. gr. og 36. gr. samn­ingalaga, þ.e  óheiðarleika og
ósann­girni af hálfu Bald­urs. Loks byggði fé­lagið varn­ir sín­ar á því að
for­send­ur fyr­ir viðauka við ráðning­ar­samn­ing Bald­urs hafi brostið.

Þann 27. nóv­em­ber 2007 sendi Bald­ur þáver­andi stjórn­ar­for­manni Eim­skip, Magnúsi Þor­steins­syni, bréf þar sem hann sagði starfi sínu lausu. Óskaði hann þar eft­ir því að vera leyst­ur frá störf­um fyr­ir lok des­em­ber og að gengið yrði frá starfs­loka­samn­ingi eins fljótt og kost­ur væri. Þann 20. fe­brú­ar 2008 var síðan samn­ing­ur­inn gerður við hann.

Eng­ir samn­ing­ar lágu fyr­ir um launa­hækk­un

Eim­skip greiddi Baldri laun sam­kvæmt samn­ingn­um í mars og apríl 2008 sam­hliða öðrum greiðslum. Í héraðsdómn­um kem­ur fram að sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Eim­skip hafi, nokkuð eft­ir að skrifað var und­ir starfs­loka­samn­ing­inn, farið að ber­ast vís­bend­ing­ar um að Bald­ur hafi ekki upp­lýst for­svars­menn Eim­skip um ýmis atriði í tengsl­um við rekst­ur fé­lags­ins sem hon­um hafi borið að gera auk þess sem grun­ur hafi risið um mögu­leg mis­tök Bald­urs í starfi.  Jafn­framt kom í ljós að að eng­ir samn­ing­ar hafi legið fyr­ir um launa­hækk­un Bald­urs sem starfs­loka­samn­ing­ur­inn byggði á, og hún hafi aldrei verið lögð fyr­ir stjórn fé­lags­ins. 

„Virðist því sem stefn­andi hefði gefið for­manni stjórn­ar stefnda vís­vit­andi rang­ar upp­lýs­ing­ar á fundi þeirra. Vegna þessa trúnaðarbrests, að mati stefnda, hafi stjórn stefnda, tekið þá ákvörðun að taka til gagn­gerr­ar skoðunar viðskilnað stefn­anda við stefnda, þar með talið for­send­ur bón­us­greiðslna, en fram hafi komið að for­send­ur fyr­ir þeim hafi reynst rang­ar," að því er seg­ir í héraðsdómi.

Í kjöl­farið voru greiðslur til Bald­urs stöðvaðar og höfðaði hann málið gegn Eim­skip eft­ir það.

Ímynd í hættu vegna rann­sókn­ar Fjár­mála­eft­ir­lits­ins

Í niður­stöðu dóms­ins kem­ur fram að sam­kvæmt framb­urði Bald­urs og annnarra sem gáfu skýrslu fyr­ir dómi, sem og gögn­um máls­ins, hafi mátt vera ljóst að þegar skrifað var und­ir sam­komu­lagið að ým­is­legt var að í rekstri Eim­skip.

„Kom fram að þá hafi verið að koma í ljós að fjár­fest­ing­ar stefnda voru langt frá því að vera eins góðar og talið hafði verið, og stjórn­end­um fé­lags­ins hefði mátt vera ljós staða þess mun fyrr."

Þá kem­ur og fram að í bréf­inu þar sem Bald­ur ósk­ar eft­ir því að láta af störf­um að ímynd fé­lags­ins væri í hættu vegna rann­sókn­ar Fjár­mála­eft­ir­lits­ins vegna fjár­fest­inga fé­lags­ins. „Hef­ur og komið á dag­inn að fé­lagið stend­ur mjög illa," sam­kvæmt úr­sk­urði dóm­ara.

Fékk launa­hækk­un vegna mik­illa um­svifa er­lend­is og stækk­un­ar fé­lags­ins

Í mál­inu kom fram að hækk­un á laun­um Bald­urs hafi komið til vegna stækk­un­ar Eim­skips og mik­illa um­svifa á er­lendri grund. 

Ekk­ert hafi komið fram sem bendi til þess að launa­hækk­un­in hafi verið bor­in und­ir stjórn fé­lags­ins og Bald­ur hafi ekki fengið greidd laun í sam­ræmi við þá veru­legu hækk­un sem hann sagði á fundi sín­um við gerð viðauka á starfs­loka­samn­ingn­um að hafi orðið á laun­um sín­um. 

„Þegar litið er til þessa, sem og aðdrag­anda þess að samið var um þessi breyttu laun í marg­nefnd­um viðauka, sem fram kom í skýrsl­um stefn­anda og vitna við aðalmeðferð máls­ins, svo og þess að stefn­anda var kunn­ugt um að laun hans höfðu ekki verið samþykkt af stjórn fé­lags­ins, átti stefn­anda að vera ljóst að stjórn­ar­formaður stefnda hafi ekki umboð stjórn­ar­inn­ar til að samþykkja þess­ar háu launa­greiðslur, sbr. 79 grein hluta­fé­lagalaga nr. 2/​1995. Ber því að fall­ast á það með stefnda að stefn­andi hafi, gegn betri vit­und, mis­notað aðstöðu sína og ber því að ógilda samn­ing­inn."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert