Fáar konur í hópi stjórnenda

Kynjahlutföll eru nánast jöfn meðal stjórnenda stofnana sem heyra undir …
Kynjahlutföll eru nánast jöfn meðal stjórnenda stofnana sem heyra undir ráðuneyti jafnréttis´mála sem Árni Páll Árnason stýrir nú. Við hlið hans er Þórunn Sveinbjarnardóttir sem spurði alla ráðherra ríkisstjórnarinnar um hlutfall karla og kvenna í stöðu forstjóra eða forstöðumanna opinberra stofnana. mbl.is/Golli

Aðeins ein kona er hópi forstjóra eða forstöðumanna hjá þeim 12 stofnunum sem heyra undir umhverfisráðuneytið. Hlutfallið er jafnara í þeim stofnunum sem heyra undir ráðuneyti jafnréttismála, félags- og tryggingamálaráðuneytið. Konur skipa 47% af stöðum forstöðumanna eða forstjóra í þeim 15 stofnunum sem starfa á málefnasviði ráðuneytisins og karlar 53%.

Þetta kemur fram á svörum umhverfisráðherra og félags- og tryggingamálaráðherra við fyrirspurnum Þórunnar Sveinbjarnardóttur um hlutfall karla og kvenna í stöðu forstjóra eða forstöðumanna opinberra stofnana.

Umhverfisráðuneytið - Ein kona - ellefu karlar

  • Stofnun Vilhjálms Stefánssonar - Karl
  • Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn - Karl
  • Landmælingar Íslands - Karl
  • Landgræðsla ríkisins  - karl
  • Brunamálastofnun Íslands - Karl
  • Skógrækt ríkisins - Karl
  • Skipulagsstofnun - Karl
  • Úrvinnslusjóður - Karl
  • Náttúrufræðistofnun Íslands - Karl
  • Úrskurðanefnd skipulags- og byggingarmála - Karl
  • Umhverfisstofnun - Kona
  • Vatnajökulsþjóðgarður - Karl
  • Veðurstofa Íslands - Karl

Félags- og tryggingamálaráðuneytið - Sjö konur - Átta karlar

  • Barnaverndarstofa  - Karl
  • Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins  -  Karl
  • Íbúðalánasjóður  -  Karl
  • Jafnréttisstofa  - Kona
  • Ríkissáttasemjari  -  Karl
  • Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra, Reykjavíkur  -  Karl
  • Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra, Reykjaness  - Kona
  • Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra, Austurlands  Kona
  • Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra, Suðurlands  Kona
  • Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra, Vestfjarða  Kona
  • Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra, Vesturlands  -  Karl
  • Tryggingastofnun ríkisins  Kona
  • Vinnueftirlit ríkisins  -  Karl
  • Vinnumálastofnun  -  Karl
  • Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga - Kona
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka