Fulltrúar Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og Eflingar hafa átt í viðræðum um kjarasamning undanfarið en menn „gáfust upp“ í dag eins og viðmælandi mbl.is í Karphúsinu orðaði það í kvöld. Samningum hefur þó ekki verið formlega slitið og stefnt er að því að hittast eftir helgi.
Olli sú niðurstaða miklum vonbrigðum í Karphúsinu, þar sem skellt var í vöfflur eftir að samningar SGS og Ríkisins var undirritaður.
Einnig hafa staðið yfir fundir með launanefnd sveitarfélaga og ekki útséð hvernig þær viðræður enda.