Hefði mest áhrif á laun lækna

Myndin tengist ekki efni fréttarinnar með beinum hætti.
Myndin tengist ekki efni fréttarinnar með beinum hætti. mbl.is/Þorkell

Af rúmlega tuttugu þúsund ríkisstarfsmönnum eru 402 með hærri heildarlaun en forsætisráðherra. Þau eru 935 þúsund krónur.

 Starfsmenn í hlutastarfi eru undanskildir og miðað er við 90% starfshlutfall að lágmarki. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Skúla Helgasonar alþingismanns. Til heildarlauna teljast mánaðarlaun, yfirvinnulaun og svokölluð önnur laun, svo sem vaktaálag af ýmsu tagi. Fram kemur í svari ráðherra að af tölum Fjársýslu ríkisins megi dæma að margir forstöðumenn hafi að eigin frumkvæði breytt vinnufyrirkomulagi eða samsetningu heildarlauna á annan hátt, sem hefur leitt til lækkunar.

Ætla má að árlegur sparnaður ríkissjóðs yrði 1,5 milljarðar ef laun þessara starfsmanna væru lækkuð til jafns við laun forsætisráðherra. Við slíkar aðgerðir þyrfti þó að líta til samsetningar heildarlauna. Dagvinnulaun svara til 54% heildarlauna þessa hóps, en önnur laun 35%.

Langflestir hálaunamannanna eru læknar. Einstaka eru í stéttarfélögum á borð við Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins, Félag íslenskra flugumferðarstjóra og Stéttarfélag verkfræðinga, svo dæmi séu tekin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert