Með soninn í „kerru“

bb.is

Undarleg sjón blasti við bæjarbúum í miðbæ Ísafjarðar í gær þegar 105 ára gömul móðir ýtti sextugum syni sínum um bæinn í „kerru“. Þar voru á ferðinni elsti Íslendingurinn, Torfhildur Torfadóttir og Torfi Einarsson sonur hennar. Þetta kemur fram á fréttavefnum BB.

Mæðginin brugðu með þessum hætti á leik fyrir ljósmyndara BB þar sem þau voru á göngu en yfirleitt  gengur Torfhildur með tóman stólinn.

„Mömmu fannst þetta uppátæki svo sniðugt að hún skellihló og ýtti mér þarna um í hjólastólnum hennar“, segir Torfi.

„Hún fer enn í göngutúra en hún er farin að sjá svo illa. Þess vegna er svo gott fyrir hana að hafa hjólastólinn því hún getur stutt sig við hann á göngunni og sest svo í hann á milli til þess að hvíla sig."

Torfhildur hefur verið þekkt fyrir mikla hreysti þrátt fyrir háan aldur og var m.a. reglulegur þátttakandi í kvennahlaupi Sjóvár þar til nú í ár.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka