Óskar eftir aukafundi í Umhverfis- og samgönguráði

Dofri Hermannsson
Dofri Hermannsson mbl.is

Fulltrúi Samfylkingarinnar í Umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkurborgar hefur óskað eftir aukafundi í ráðinu til að ræða framtíð Strætó bs.

Tillögu um endurfjármögnun Strætó bs. og nýja fyrirtækisins var frestað í borgarráði í gær að ósk minnihlutans, sem telur að tillögurnar feli í sér umtalsverða þjónustuskerðingu og fargjaldahækkun.

„Það er furðulegt að Umhverfis- og samgönguráð, sem fer með stefnumótunarvald í samgöngumálum borgarinnar, skuli ekki hafa fengið málið til umfjöllunar áður en það var sent til afgreiðslu í borgarráði. Meðferð meirihlutans bendir til þess að hann telji annað hvort eða bæði léttvægt; almenningssamgöngur í borginni og stefnumótunarhlutverk Umhverfis- og samgönguráðs. Þessu er Samfylkingin í borgarstjórn ósammála og því hefur fulltrúi hennar í Umhverfis- og samgönguráði óskað eftir aukafundi í ráðinu um framtíð Strætó bs,“ segir í yfírlýsingu frá Dofra Hermannssyni, 1. varaborgarfulltrúa Samfylkingarinnar og talsmanni borgarstjórnarflokksins í umhverfis- og samgöngumálum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert