Réttindi spilltra mikilvægari en þeirra sem brotið er á

Vestræn fyrirtæki hagnast margfalt á þróunarlöndum en þau fá til …
Vestræn fyrirtæki hagnast margfalt á þróunarlöndum en þau fá til baka, sagði Joly. Ómar Óskarsson

Evu Joly, ráðgjafa sérstaks saksóknara í rannsókninni á bankahruninu, varð tíðrætt um hvernig spilling og peningaþvottur víðsvegar um heim veldur misskiptingu auðs í veröldinni á ársþingi Evrópusamtaka kvenlögfræðinga sem haldið er í Þjóðmenningarhúsinu þessa dagana.

Joly var aðalfyrirlesari á dagskrá ráðstefnunnar í dag en á undan henni talaði Einar Már Guðmundsson rithöfundur. Yfirskrift erindis Joly var „Grunnmannréttindi og efnahagskreppa" og ræddi hún m.a. um hvernig voldug fyrirtæki tekst í skjóli spillingar að brjóta á mannréttindum fólks í þróunarríkjum í hagnaðarskyni. Erfitt sé að uppræta spillinguna því þá verði mannréttindi þeirra, sem standa fyrir henni, svo mikilvæg að þeir verða nánast ósnertanlegir. Þannig hafi mannréttindi íslenskra útrásarvíkinga verið mikið í umræðunni, þegar kemur að því að draga menn til ábyrgðar.

Til að setja hlutina í samhengi nefndi Joly að hagnaður vestrænna fyrirtækja og ríkja á starfsemi þeirra í þróunarlöndum sé tífalt meiri en sömu ríki leggja til í þróunarhjálp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert