Skoða Icesave-gögn í lokuðu herbergi

Frá Alþingi
Frá Alþingi mbl.is/Golli

Fjármálaráðuneytið fór fram á að hluti Icesave-gagnanna, sem ekki hafa verið gerð opinber, yrði þingmönnum aðeins til skoðunar í möppu inni í lokuðu herbergi á nefndasviði Alþingis. Þingmennirnir mega ekki ljósrita upp úr möppunni eða tjá sig um það sem í gögnunum stendur. „Þetta er afar fátítt, og í fljótu bragði man ég ekki til þess að svona hafi verið búið um hnútana. Þó þori ég ekki að fullyrða neitt um það. Þetta er gert vegna þeirra hagsmuna sem eru í húfi í málinu,“ sagði Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Alþingis.

Stjórnvöld hafa þegar gert stærstan hluta gagna er tengjast Icesave-málinu opinberan á vefsíðunni Ísland.is. Þar er að finna 68 skjöl sem tengjast aðdraganda þess að samninganefnd Íslands féllst á að taka ábyrgð á lágmarksinnstæðutryggingu, 20.887 evrum, vegna Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi og Hollandi.

Samtals er um 24 skjöl að ræða sem þingmenn einir fá að kynna sér, þar á meðal fundargerðir úr viðræðunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka