Tugir þúsunda á vegunum

Lögreglumenn fylgdust með umferðinni á Vesturlandsvegi í dag og ræddu …
Lögreglumenn fylgdust með umferðinni á Vesturlandsvegi í dag og ræddu við ökumenn. mbl.is/Júlíus

Nú laust fyr­ir klukk­an ell­efu í kvöld höfðu hátt í 26 þúsund bíl­ar farið um Suður­lands- og Vest­ur­lands­vegi í báðar átt­ir frá borg­inni. Sam­kvæmt mæl­ing­um Vega­gerðar­inn­ar hef­ur Suður­lands­veg­ur­inn þó vinn­ing­inn. 12.818 bíl­ar hafa ekið um Sand­skeið, en 12. 535 um Kjal­ar­nesið.

Suður­landið virðist því hafa vinn­ing­inn yfir Norður­landið ef draga á álykt­an­ir um ferðalög land­ans þessa stóru ferðahelgi, en þó ber að hafa í huga að þótt straum­ur­inn hafi að mestu legið út úr bæn­um ná töl­urn­ar einnig yfir þá sem stefndu inn í borg­ina.

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu var virk í um­ferðareft­ir­lit­inu í allt kvöld og fór um­ferðin vel af stað að henn­ar sögn. Um helg­ina verður aukið eft­ir­lit og mun lög­regl­an m.a. taka hönd­um sam­an við Land­helg­is­gæsl­una um eft­ir­lit úr lofti. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert