Umferðin hefur gengið mjög vel

Lögreglumenn fylgdust með umferðinni á Vesturlandsvegi í dag og ræddu …
Lögreglumenn fylgdust með umferðinni á Vesturlandsvegi í dag og ræddu við ökumenn. mbl.is/Júlíus

Mjög mikil umferð var út úr höfuðborginni í dag og raunar víða um land og gekk ágætlega, að sögn Árna Friðleifssonar, varðstjóra umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Umferð gekk afar hægt á tímabili á Kjalarnesinu, í grennd við Hvalfjarðargöngin en nú undir kvöld dró úr mesta þunganum.

Bílalestin var löng í báðar áttir út úr borginni í dag en þó voru sýnu fleiri á leiðinni norður, að sögn Árna.

Lögreglumenn könnuðu ástand ökutækja og sagði Árni það mjög gott hjá langflestum. „Framlengingu á speglana vantaði hjá einum og einum sem var með hjólhýsi og ljósabúnaður var sums staðar í ólagi, en heilt yfir var ástandið mjög gott.“

Árni segir stundum myndast töluverðar raðir á eftir ökumönnum með fellihýsi eða hjólhýsi í eftirdragi. Hámarkshraði þeirra sé 80 km á klukkustund en önnur ökutæki mega fara á 90 km hraða. „Við beinum því til þeirra sem mega ekki fara hraðar en 80 að taka fullt tillit til annarra ökukmanna og víkja fyrir þeim.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert