Enn fækkar á vaktinni

mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Enginn sem ég þekki er sáttur við launin. Flótti úr stéttinni hefur verið vandamál í nokkur ár en nú er fólk fangar í sínu starfi og enginn þorir að hreyfa sig. Á að nýta sér ástandið í þjóðfélaginu til þess að ná fram óviðunandi vinnuumhverfi af hálfu yfirmanna og ríkisstjórnarinnar?“ Að þessu spyr lögreglumaður sem Morgunblaðið ræddi við.

„Helst vil ég að vinnuskylda vaktavinnufólks minnki, frekar en launahækkun, bara svo við náum að hlaða rafhlöðurnar. Það slær mig að áður reyndu menn að fá alla aukavinnu sem gafst til að drýgja tekjurnar. Unga fólkið sem er núna fæst varla til að bæta við sig vinnu. Það er einfaldlega uppgefið.“

Að sama skapi er æ algengara að lögreglumenn leiti úr vaktavinnunni og inn í deildirnar, þar sem áreitið er minna en launin lægri. Álagið á götunni er gríðarlegt og streitan í kringum starfið hefur magnast, „stressið yfir útkallinu sem er á leiðinni“.

Fáum er það betur ljóst en lögreglumönnum að þarna úti er harður heimur, sem hefur orðið beittari með árunum samhliða aukinni neyslu fíkniefna. „Lögreglumenn upplifa óöryggi enda getur maður hæglega lent í þeim aðstæðum að þurfa liðsauka en vita að það er langt í næsta bíl.“

Einn lögreglumaður segir sögu af útkalli á Álftanesi um miðjan dag. Þegar hann kallar eftir aðstoð er næsti lausi bíll í Ártúnsholti. Þannig getur staðan verið á vaktinni.

Samkvæmt áætlunum ríkisstjórnarinnar er Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu (LRH) gert að skera niður um 130 milljónir á þessu ári og 320 á því næsta. Við því er lítið annað í boði en að lækka launakostnað, sem er um 80% af útgjöldunum. Það þýðir lækkun launa og fækkun starfsmanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert